Umferðarslys og amoníakleki

Árekstur varð á fimmta tímanum á veginum norðan við gangamunna Vaðlaheiðarganga. Malarflutningabíll og fólksbíll skullu saman, með þeim afleiðingum að malarflutningabíllinn valt út af veginum, en hann var með grjót á pallinum. Lögreglan segir að glerhálka sé á þessum slóðum. Ökumenn  voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, en ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir.

Á svipuðum  tíma varð vart við amoníakleka í skipi í flotkví Slippsins á Akureyri. Talið er að opnað hafi verið fyrir lok á frystikerfi skipsins, með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkviliðið var kallað á vettvang sem loftræsti skipið.

Nýjast