Þorsteinn Már í skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara

Þorsteinn Már Baldvinsson/myndin er tekin af heimasíðu Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson/myndin er tekin af heimasíðu Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sendi starfsfólki fyrirtækisins í dag bréf, þar sem skýrt er frá því að hann hefði verið kallaður til skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara.

„Fagna má því að nú skuli vera komin hreyfing á málið og að okkar sjónarmið fái að koma fram en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að tala við okkur. Hins vegar þótti mér auðvitað erfitt að þurfa að mæta í þessa skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Það á við um mig eins og ykkur öll; við vinnum okkar störf af heiðarleika og samviskusemi. Annað hvarflar ekki að neinu okkar,“ segir Þorsteinn Már í bréfinu til starfsfólksins.

Nýjast