„Þakklát fyrir að vera edrú“

"Það getur verið erfitt að viðurkenna áfengisfíkn," segir Anna. Mynd/Þröstur Ernir.
"Það getur verið erfitt að viðurkenna áfengisfíkn," segir Anna. Mynd/Þröstur Ernir.

Anna Hildur Guðmundsdóttir þekkir alkóhólisma af eigin raun. Hún byrjaði ung að neyta áfengis og var komin á slæman stað í lífinu þegar hún sneri blaðinu við fyrir tíu árum síðan. Hún segir alkóhólismann geta birst í mörgum myndum en sporin við að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart áfengisfíkninni séu oft þung. Vikudagur settist niður með Önnu Hildi.

„Ég byrjaði að drekka þegar ég var 13 ára og fór strax að drekka mjög illa. Ég drakk of mikið, lenti í vandræðum og aðstæðum sem ég réði ekki við. Ég réttlætti hegðunina með því að ég væri bara unglingur að skemmta sér. Þegar ég var 18 ára lenti ég í alvarlegum aðstæðum vegna drykkju og þá fyrst fór ég að hugsa minn gang.“

Einn dagur í einu

„Það er full vinna að halda sér edrú. Fyrsta árið eftir að ég hætti að drekka var mjög erfitt og ég þurfti virkilega að vinna í sjálfri mér. Ég hef enga löngun í vín í dag og vil ekki fórna þeirri vellíðan sem ég upplifi fyrir augnabliks gleði. En ég tek bara einn dag í einu og stundum fæ ég áhyggjur af því að ég passi ekki nægilega vel upp á sjálfa sig. Ef ég sæki ekki reglulega AA-fundi og rækta sjálfa mig, þá er ég mjög nálægt því að teygja mig í flöskuna. Ég dett kannski ekki í það á morgun en það gæti gerst eftir ár. Þess vegna verð ég alltaf að vera tánum.“

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Önnu Hildi sem lesa má í heild í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast