Sundlaugin á Akureyri opin annan í jólum

Sundlaug Akureyrar verður opin annan í jólum frá kl. 11-17 en þetta verður í fyrsta sinn sem opið er á þessum degi. „Við erum að svara kalli bæjarbúa og aðilum í ferðaþjónustunni,“ segir Tryggvi Gunnarsson formaður íþróttaráðs Akureyrar. Hann segir að um tilraunaopnun sé að ræða. „Við ætlum að sjá hvernig fólk tekur í þetta. Ef það verður vel mætt í laugina munum við halda þessu áfram. Þetta er sá dagur sem flestir liggja á meltunni og þá er kjörið að fara í sund."

Nýjast