Strætó-app
Leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar er nú allt komið í hið svokallaða Strætó-app. Með notkun appsins er hægt að sjá hvar hver vagn er staddur, finna næstu biðstöð, finna réttu leiðina á áfangastað og fylgjast með vögnunum á rauntímakorti.
Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir að um nokkra hríð hafi verið unnið að því að koma leiðakerfi SVA inn í appið frá Strætó og ljóst sé að þetta muni bæta þjónustuna til mikilla muna og verða farþegum til þæginda þar sem nú séu svo margir komnir með snjallsíma í vasann.
Strætó-appið er einfalt forrit í símann þinn sem sýnir þér hvenær næsti strætó kemur og hvert hann fer. Auk þess geturðu fundið bestu leiðina þangað sem þú ætlar og leitað uppi næstu biðstöð á rauntímakorti. Stætó-appið virkar í flestum snjallsímum með Android kerfi, iPhone og Windows Phone. Það kostar ekkert að hala niður forritinu og nota það.
Ókeypis er fyrir alla að nota strætó á Akureyri.
Sjá nánar á heimasíðu Strætó