Strætisvagnarnir á Akureyri gamlir og lúnir

Nýr vagn kostar um 50 milljónir/mynd þröstur ernir
Nýr vagn kostar um 50 milljónir/mynd þröstur ernir

Meðalaldur strætisvagna á Akureyri er tíu ár. Sá elsti er sextán ára en sá yngsti sex ára. „Það er löngu tímabært að endurnýja vagnana. Þeir eru orðnir ansi lúnir,“ segir Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar. Hann segir að viðhaldskostnaðinn aukist, eftir því sem bílarnir eldast.

 „Þegar við lendum í stærri bilunum og strætisvagn er frá í langan tíma getur það bitnað á þjónustunni. Það er alltaf að verða erfiðara og dýrara að halda uppi þeirri þjónustu sem við eigum að veita. Bílarnir eru orðnir lélegir en þeir fóru illa síðasta vetur, sem var mjög langur og erfiður. Göturnar voru ósléttar og hristingurinn það mikill að í eitt skipti datt rúðu úr einum strætisvagninum,“ segir Stefán. Hann segir að nýr vagn kosti um 50 milljónir króna en SVAK hafi yfirleitt keypt notaða bíla á hálfvirði.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast