Stórhríð á Öxnadalsheiði og Víkurskarði
Á Norðurlandi eystra er hálka og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Austan Eyjafjarðar er hálka eða snjóþekja, snjókoma og sumstaðar éljagangur eða skafrenningur. Þæfingur og stórhríð er á Víkurskarði og stórhríð er á Tjörnesi. Þungfært og stórhríð er á Hólasandi en þæfingur í Reykjahverfi. Óveður er á Mývatnsöræfum og á Hófaskarði.