Stór sameining í burðarliðnum á menningarsviðinu

Soffía Gísladóttir / mynd karl eskil
Soffía Gísladóttir / mynd karl eskil

„Viðræður um viðtæka samvinnu þessara félaga hafa staðið yfir í nokkurn tíma og þessa dagana erum við að ákveða næstu skref,“ segir Soffía Gísladóttir formaður Leikfélags Akureyrar. Um er að ræða samvinnu Hofs, Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akueyrar. „Hugmynd að nýju skipuriti fyrir þessi félög gerir ráð fyrir að einn framkvæmdastjóri stýri daglegum rekstri og að fagfólk stýri leiklistarsviði, tónlistarsviði og viðburðarsviði.“

Hagræðing

„Þessi þrjú félög róa í raun og veru á sömu mið og þau eru í nokkuð harðri samkeppni, bæði um fjármagn og ekki síður gesti. Ég sé fyrir mér umtalsverða hagræðingu með því að sameina rekstur þessara mikilvægu félaga bæjarins. Sjálf er ég sannfærð um að með þessari leið takist að nýta fjármunina betur, sem er auðvitað fyrir mestu.“

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast