Stofnun hollvinasamtaka í burðarliðnum

Sjúkrahúsið á Akureyri/mynd karl eskil
Sjúkrahúsið á Akureyri/mynd karl eskil

Um langt árabil hefur verið umræða um að koma á fót Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri.

Nú hafa nokkrir velunnarar sjúkrahússins tekið saman höndum og stefna að stofnun hollvinasamtaka þann 12. desember, en þá verður haldið upp á það að 60 ár eru frá því að því starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri var flutt í nýtt húsnæði við Eyrarlandsveg.

„Við finnum nánast daglega fyrir velvilja fólks í garð stofnunarinnar og það er ánægjulegt að sjá hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri verða að veruleika á afmælisárinu,“ segir Bjarni Jónasson forstjóri.

Nýjast