Stofnanir flytja sig um set

„Með þessum flutningum sjáum við fram á enn nánara samstarf við þessar stofnanir, sem sömuleiðis flytja í þetta húsnæði,“ segir Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri. Stofnunin hefur undanfarin ár verið á Borgum, en flytur starfsemina á næsta ári í Hafnarstræti 91. Aðrar stofnanir sem flytjast þangað eru Ferðamálastofa, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Vaðlaheiðargöng ehf., og Markaðsstofa Norðurlands.

Nýjast