Skuldar fimmfalda ársveltu

Jarðgerðarstöð Moltu/mynd Karl Eskil
Jarðgerðarstöð Moltu/mynd Karl Eskil

„Vélar verksmiðjunnar komu til landsins nánast á sama degi og tilkynnt var um hrun íslenska bankakerfisins, en það voru erlendir aðilar sem lánuðu okkur fyrir tækjunum.  Innlent lán var tekið til að fjármagna byggingu húsnæðis og verðbólgan hefur séð um að hækka höfuðstólinn, þannig að fjárhagsstaðan er afleit,“ segir Sigmundur Ófeigsson stjórnarformaður jarðgerðarstöðvarinnar Moltu í Eyjafjarðarsveit. Í verksmiðjunni er tekið á móti megninu af lífrænum  úrgangi á Eyjafjarðarsvæðinu og líka lengra að.

„Um síðustu áramót skuldaði félagið um 500 milljónir króna og lánin hafa nærri þrefaldast frá því þau voru tekin á sínum tíma. Veltan er um 100 milljónir á ári, þannig að við skuldum um fimm ára veltu og ekkert fyrirtæki ræður við slíkar skuldir á íslenskum vaxtakjörum og við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag. Ég gerir mér vonir um að Byggðastofnun komi til móts við okkur sem og aðrir eigendur og kröfuhafar, annars blasir gjaldþrot við. Ég vil helst sjá eitthvað gerast fyrir áramót.“

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast