Skíðaáhuginn í genunum

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir.

María Guðmundsdóttir skíðakona frá Akureyri stefnir á sína fyrstu vetrarólympíuleika sem haldnir verða í Sochi í Rússlandi í febrúar á næsta ári. María er ein fremsta skíðakona landsins og margfaldur Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi. Auk þess hefur hún náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. María hefur búið í Noregi undanfarin fimm ár ásamt fjölskyldu sinni.

Vikudagur sló á þráðinn til Maríu, sem var stödd á flugvelli í Þýskalandi á leið heim til Noregs þegar blaðamaður náði tali af henni.

„Það er mjög spennandi vetur framundan. Ég hef æft vel í haust fyrir Ólympíuleikana en það er að verða nokkuð öruggt að ég verði með á leikunum. Ég mun keppa á alþjóðlegum FIS-mótum til að undirbúa mig sem best en verð að passa mig á að ofreyna mig ekki og halda mér heilli. Þetta verða mínir fyrstu Ólympíuleikar og mótin gerast ekki stærri,“ segir María.

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við Maríu í nýjustu prentútgáfu Vikudags.

Nýjast