Skautahöllin um jól og áramót

Almenningstímar í Skautahöllinni á Akureyri um jól og áramót verða sem hér segir: Opið verður alla daga kl. 13-16 frá og með föstudeginum 20. desember til og með sunnudagsins 5. janúar, nema aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag, en þá daga er lokað. Aðgangseyrir er 800 krónur fyrir 16 ára og eldri, 600 fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Auk þess kostar 400 krónur að leigja skauta (nema fyrir 5 ára og yngri). Boðið er upp á fjölskyldu- og hópatilboð þegar greitt er fyrir fjóra eða fleiri saman.

Nýjast