Skafrenningur á heiðum

Víkurskarðið í morgun/vefmyndavél Vegagerðarinnar
Víkurskarðið í morgun/vefmyndavél Vegagerðarinnar

Á Norðurlandi eystra er snjóþekja og hálka á vegum og víða skafrenningur og éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi en Dettifossvegur er þungfær.Samkvæmt veðurspánni verður austan 8-15 m/s og snjókoma með morgninum á Norðurlandi eystra. Norðvestan 13-20 í kvöld. Frost víða 0 til 4 stig. Lægir í fyrramálið. Gengur í sunnan 15-23 undir kvöld á morgun með snjókomu og síðar rigningu. Hlýnandi veður.

Nýjast