Sjálfsagt að hafa skóflu í skottinu
Lögreglan á Akureyri segir tíma til kominn að setja vetrardekkin undir bílana og búa þá undir veturinn.
Góð og ekki of slitin vetrardekk er það sem skiptir máli, frekar en hvort um loftbólu-, harðskelja-, negld eða ónegld dekk er að ræða, segir lögreglan.
Ekki gleyma rúðusköfum og fyrir þá sem fara um fjallvegi er skófla í skottinu sjálfsagt tæki.