Sandur á svellið

Íbúar Akureyrar geta nú sótt sér sand án endurgjalds til að bera á svellbunkana sem myndast hafa í hálkutíðinni undanfarnar vikur. Meðfylgjandi mynd er af sandhaug við gámasvæðið í miðbænum. Lögreglan segir að víða sé mikil hálka og beinir því til gangandi og akandi að fara varlega.

Nýjast