Rjúpnaveiðimenn fari varlega
Rjúpnaveiði er heimilið í 12 daga og dreifast á fjórar helgar. Ráðlögð veiði Náttúrufræðistofnunar er samtals 42 þúsund fuglar og er gert ráð fyrir að hver veiðimaður skjóti 6 til 7 rjúpur. Um þessar mundir er rjúpnastofninn niðursveiflu en miðað við fyrri reynslu má búast við að stofninn nái lágmarki á árabilinu 2015 til 2018. Fyrsti leyfilegi veiðidagurinn er í dag, síðasti veiðidagurinn er sunnudagurinn 17. nóvember.Lögreglan segir að að veiðimenn þurfi að vera vel búnir.Þá mega menn ekki gleyma að hafa með sér skotvopnaleyfi og veiðikort. Lögreglan mun hafa eftirlit í nágrenni veiðislóða og kanna hvort ekki sé allt eins og það á að vera. En umfram allt góðir veiðimenn, farið varlega og komið heilir heim, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri.