Rekstur fráveitu bæjarins fellur vel að starfsemi Norðurorku

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku

„Á margan hátt hugnast okkur ágætlega að yfirtaka fráveitukerfi Akureyrarbæjar, við teljum að rekstur kerfisins falli almennt vel að starfsemi Norðurorku,“ segir Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Vilji bæjarráðs Akureyrar stendur til að Norðurorka yfirtaki fráveitukerfið og hefur skipað ráðið bæjarfulltrúana Odd Helga Halldórsson og Guðmund B. Guðmundsson til að vinna að málinu.

Akureyrarbær er langstærsti eigandi Norðurorku og vonar Oddur Helgi að viðræðum ljúki fyrir áramót. Hann vill ekki gefa upp hugsanlegt söluverð, „það er hins vegar ljóst að ýmsar rauðar tölur í bókhaldi bæjarins verða svartar eftir söluna,“ segir Oddur Helgi.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast