Rekstraröryggi aukið með varaaflsstöðvum
Á þessu ári er búið að koma fyrir varaaflsvélum við dælustöðvar í Ólafsfirði og á Hjalteyri. Áður var búið að koma fyrir slíkum vélum í dælustöðinni á Laugalandi í Eyjafirði og við dælustöð á Reykjum í Fnjóskadal. Þá er varaaflsvél við dælustöðina við Þórunnarstræti á Akureyri og önnur færanleg á vagni sem staðsett er á Rangárvöllum. Þegar þessum aðgerðum verður að fullu lokið hefur rekstraröryggi hitaveitna verið aukið til mikilla muna komi til langvarandi straumleysis vegna bilanna, segir í frétt frá Norðurorku.