Ólína ósátt við ráðningu forseta
Ég fékk meðmæli sviðsfundar fræðasviðs skólans sem að lokinni kosningu ákvað að mæla með mér við háskólarektor. Þannig að rektor er með sinni ákvörðun að ganga gegn meðmælum fræðasviðsins. Það hlýtur að vera umhugsunarefni, segir Ólína Þorvarðardóttir fyrrum alþingskona. Ólína var ein af sex umsækjendum um stöðu forseta við hug-og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri en Sigrún Stefánsdóttir doktor í fjölmiðlafræði var ráðinn í stöðuna í dag.
Ólína fékk flest atkvæði í leynilegri kosningu í sumar innan félagsfræðasviðs skólans en rektor sér um að skipa stöðuna.