Nýr sýslumaður á Akureyri

Ásdís Ármannsdóttir
Ásdís Ármannsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur falið Ásdísi Ármannsdóttur sýslumanni á Siglufirði að gegna embætti sýslumanns á Akureyri til eins árs. Björn Jósef Arnviðarson fráfarandi sýslumaður lætur af störfum um áramótin en hann verður 67 ára á næsta ári. Ásdís mun áfram gegna embætti sýslumanns á Siglufirði.

„Þetta er spennandi starf, sem ég hlakka til að takast á við. Verkefnin eru að mörgu leyti þau sömu en embættið á Akureyri er að sjálfsögðu mun stærra, auk þess sem sýslumaðurinn á Akureyri fer með lögreglustjórn í umdæminu. Ég mun búa áfram  á Siglufirði, enda er ég með fjölskyldu þar og börn í skóla, en ég mun hafa fasta viðveru á Akureyri, flesta daga vikunnar.

Nánar er rætt við Ásdísi í prentútgáfu Vikudags

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast