Nýr miðbær á Akureyri kynntur á morgun – myndir -

Gert er ráð fyrir nýjum viðlegukanti smábáta sunnan við Hof.
Gert er ráð fyrir nýjum viðlegukanti smábáta sunnan við Hof.

„Við kynntum fyrstu drög að nýju deiliskipulagi miðbæjarins á Akureyri í sumar og þá bárust fjölmargar ábendingar, sem við höfum reynt að taka tillit til,“ segir Ingólfur Guðmundsson hjá Kollgátu á Akureyri. „Staða skipulagsins verður kynnt á fundi í Hofi á mánudaginn og vonandi tekst okkur að færast nær lausn, sem flestir geta verið ánægðir með.“

Á fyrsta fundinum var mikið rætt um bílastæði í miðbænum og segir Ingólfur að á fundinum verði gerð grein fyrir lausnum. Hann segir einnig að nú sé gert ráð fyrir umferðarmiðstöð í miðbænum.

„Slík vinna kallar á náið samráð við íbúa, þannig að ég hvet all til að mæta á fundinn og hafa þannig áhrif á áframhald vinnunnar. Fundurinn verður haldinn í Hofi á mánudaginn og hefst hann klukkan 17:00. Að loknum fundi gefst fólki tækifæri til að ræða við höfunda skipulagsins og fulltrúa samráðshópsins, sem hefur stýrt verkefninu.“

Nýjast