Myndir Lindu Ólafsdóttur

„Ég hef alltaf haft löngun til að taka fallegar myndir en það var ekki fyrr en árið 2010 sem ég keypti mína fyrstu alvöru myndavél. Eftir það hefur myndavélin fylgt mér hvert fótmál og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hægt er að finna falleg sjónarhorn og flott myndefni á ólíklegustu stöðum,“ segir Linda Ólafsdóttir áhugaljósmyndari á Akureyri, sem sýnir nokkrar glæsilegar myndir í prentútgáfu Vikudags í dag.

Hérna á vikudagur.is tökum við engu að síður smá forskot á sæluna.

Linda er í er í ljósmyndaraklúbbunum ÁLFkonum og ÁLKA og heldur auk þess úti ljósmyndasíðunni  og einnig facebook síðu sem kallast "Allt sem ég sé"

Sjón er sögu ríkari !

 

 

Nýjast