Mynda-legur hattur!

Blúsmenn Andreu/mynd Þórhallur Jónsson
Blúsmenn Andreu/mynd Þórhallur Jónsson

Stemningin er iðulega magnþrungin á Græna hattinum á Akureyri. Það vita þeir fjölmörgu sem átt hafa sælustundir á þessum umtalaðasta tónleikastað landsins. Haukur Tryggvason hefur staðið fyrir um eitt þúsund tónleikum á tíu árum og í nýútkominni bók gefst einstakt tækifæri til að rifja upp undursamleg augnablik eða láta sig dreyma um þau sem framundan eru. Í prentútgáfu Vikudags í dag eru birtar nokkrar valdar myndir úr bókinni. Við tökum  hins vegar smá forskot á sæluna á vikudagur.is og birtum þrjár myndir.

Sjón er svo sögu ríkari í prentútgáfunni, síðar í dag !

Nýjast