Munið eftir smáfuglunum – fjölbreytt fóður nýtist best

Ljósmynd: Alex Máni Guðríðarson
Ljósmynd: Alex Máni Guðríðarson

Jarðbönn og snjór eru nú um víða um land og eiga fuglarnir erfitt. Fuglavernd hvetur landsmenn að hugsa til þessara smáu meðbræðra og ekki síst farfuglanna sem koma langt að og þurfa orku og vatn til að lifa af.  Sem dæmi um fóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa þröstum, störum og hröfnum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaður maís og hveitikorn handa snjótittlingunum.  Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum og má blanda matarolíu, tólg eða smjöri við afganga og korn. Síðan þarf vatn að vera aðgengilegt. Nánari upplýsingar um hvaða matseðill hentar hvaða tegund má finna á vef Fuglaverndar, www.fuglavernd.is.

Nýjast