Lögreglumenn á Akureyri hafa fengið líflátshótanir
Það eru tugir einstaklinga sem selja fíkniefni í bænum. Margir selja einungis tímabundið og aðrir kannski tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Það er allur gangur á þessu. Við vitum um nokkra sem hafa verið lengi í bransanum, en það sem flækir málið er að þeir sem eru komnir í mikla neyslu fara nánast alltaf út í sölu á einhverjum tímapunkti. Því er mjög erfitt að hafa eftirlit með þessu, segja tveir lögreglumenn á Akureyri sem Vikudagur hefur rætt við um fíkniefnaheiminn í bænum.
Líflátshótanir
-Hefur ykkur verið ógnað í starfi?
Já, það hefur komið fyrir. Í gegnum tíðina höfum við báðir fengið fleiri hótanir en góðu hófu gegnir. Í sumum tilvikum eru þetta líflátshótanir. Þeir sem eru í mikilli neyslu og stunda glæpi vita hverjir við erum, hvar við eigum heima og þekkja bílana okkar.
Það hefur hins vegar ekkert orðið úr þessum hótunum. Við reynum yfirleitt að hafa samskipti okkar við þessa menn á kurteisislegum nótum og þá róast þeir oft niður. Ef við sýnum gott viðmót fáum við það saman yfirleitt til baka. Það er oft skrýtið samband á milli okkar og þeirra sem eru að hóta okkur öllu illu, segja lögreglumennirnir.
Ítarlega er rætt við þá í prentútgáfu Vikudags