Limrurokk Magnúsar Geirs
Akureyringurinn Magnús Geir Guðmundsson hefur sent frá sér bókina LIMRUROKK sem er önnur kviðlingabók Magnúsar. Bókin geymir vel á annað hundrað limrur eftir höfundinn; alvara, grín og glens jafnt sem léttúð og tvíræði koma við sögu, jafnvel ástríður og hárbeitt háð! Hvað eiga Hallgrímur Helga, Bragi Valdimar Skúlason, Ómar Ragnarsson, David Beckham, Liverpool og Dagur B. Eggertsson sameiginlegt? Svörin við þessu og mörgu öðru eru í LIMRUROKKI.