Leikföng ætluð börnum yngri en þriggja ára eiga að vera sérmerkt

 Það er aldrei keypt jafn mikið af leikföngum handa börnum og í desember.  Sjóvá bendir á að miklu máli skiptir að valin séu  leikföng sem hæfa aldri barna og þroska. Sem dæmi má nefna að leikföng sem ekki eru ætluð börnum yngri en þriggja ára eiga að vera sérstaklega merkt með þessu merki ásamt viðvörun um hættuna. Dæmi um slíka hættu eru smáhlutir sem geta orsakað köfnun meðal yngri barna.
  

Hvað er gott að hafa í huga?

  • Leikföng sem ekki eru ætluð börnum yngri en þriggja ára eiga vera sérstaklega merkt ásamt viðvörun um hættuna.

  • Togaðu í hnappa og hár tuskudýra, það á ekki neitt að losna af.

  • Klipptu af miða sem eru langir og geta farið upp í munn barna.

  • Blöðrur eru ekki æskilegar fyrir börn yngri en 8 ára, hentu þeim þegar loftið fer að minnka í blöðrunni eða hún springur.

  • Leikföng sem gefa frá sér hljóð er ekki æskilegt að setja upp að eyrum ungabarna.

  • Lestu vel viðvörunarmerkingar og leiðbeiningar sem fylgja leikfanginu.

  • Skoðaðu sérstaklega vel aldursviðvaranir.

  • Allar varúðarmerkingar sem fylgja leikföngum barna eiga að vera á íslensku.

  • Hentu strax umbúðum utan af leikföngum.

  • Með leikföngum fylgir oft teygjur og vírar sem geta verið varasamir börnum.

  • Leikföng eiga að þola hnjask – hentu þeim sem brotna eða eru ónýt.

  • Ekki lengja í böndum sem eru á leikföngum.

  • Segulleikföng henta ekki börnum yngri en 8 ára.

  • Flokkaðu leikföngin ef þú ert með börn á mismunandi aldri þannig að yngri börn eigi ekki aðgengi að smáhlutum.

  • Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE merkt.

  • Merkingin þýðir að leikfangið uppfyllir allar lágmarkskröfur sem gerðar eru til þess.


Nýjast