Lambaslög með saltbökuðum kartöflum

Hrafnhildur Vigfúsdóttir.
Hrafnhildur Vigfúsdóttir.

„Þetta er uppskrift af gómsætum lambaslögum sem eru fyllt með ávöxtum, berjum og kryddi og borin fram með saltbökuðum kartöflum og rauðu hrásalati. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og sem eftirrétt býð ég uppá Panforte di Siena frá Ítalíu. Þar sem nú líður óðum að jólin eru slögin að þessu sinni fyllt með ávöxtum og kryddi sem minna á jólin,“ segir Hrafnhildur Vigfúsdóttir sem sér um matarkrók vikunnar.

Tvö lambaslög, úrbeinuð

(setjið ofninn á 170-180°)

Fylling:

2 dl góð brauðmylsna (ég nota glútenlaust

brauð sem ég mala í blandara)

2-3 rauðlaukar

2 lúkur þurrkuð epli

2 lúkur steinlausar sveskjur

ferskt eða þurrkað blóðberg

rósmarín

10-15 einiber

steytt allrahanda, 1-2 teskeiðar

2 lúkur fersk eða frosin bláber

gott sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

Öllu dreift á slögin, rúllað upp og

reyrt saman með sláturgarni.

Smyrjið rúllurnar með úrvals

ólívuolíu, setjið í heitan ofninn í 60-

80 mín. eða lengur að vild.

Saltbakaðar kartöflur

1 kg litlar kartöflur

1/2 bolli úrvals ólívuolía

1 msk. óreganó

2 msk. gróft sjávarsalt

Setjið kartöflurnar í eldfast mót og

hellið olíunni á. Stráið kryddinu yfir

og hristið mótið þannig að kartöflurnar

dreifist vel.

Bakið í ofninum með slögunum í

60-80 mín.

Rautt hrásalat

2 gulrófur

2 rauðrófur

1 límóna

2 msk. eplaedik

1/2 bolli brómber

Raspið grænmetið í skál, kreistið

safann úr límónunni yfir ásamt eplaedikinu

og blandið að lokum brómberjunum

saman við.

Panforte di Siena

75 g heslihnetur

75 g möndlur

175 g sykraður og saxaður börkur af

lífrænum sítrusávöxtum

25 g kakóduft

50 g glútenlaust hveiti

1/2 tsk. kanill

1/4 tsk. allrahanda

125 g lukuma eða flórsykur

125 g hunang

Skreyting

2 msk. lukuma eða flórsykur

1 tsk. kanill

Ristið hnetur og möndlur á þurri

pönnu. Setjið þá allt saman í skál

nema lukumað/flórsykurinn og hunangið

og blandið vel. Lukuma/flórsykur

og hunang sett í pott, hitað varlega

saman og síðan blandað við

þurrefnin.

Bakið í forhituðum ofni við 150° í

30-35 mín. Látið kólna og stráið að

lokum yfir blöndu af lukuma/flórsykri

og kanil.

Þessi uppskrift er fremur lítil og

því er um að gera að tvöfalda hana til

þess að eiga sneið með morgunkaffinu.

„Ég skora á Lovísu Jónsdóttur að

koma með uppskriftir í næsta blað.“

 

Nýjast