Kvæðin um fuglana
Elvý G. Hreinsdóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson organisti halda tónleika og ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld undir nafninu Kvæðin um fuglana. Þar munu þau flytja hugljúfa tónlist sem fjallar um fugla á einn eða annan hátt. Einnig munu þau Elvý og Eyþór segja fra? fuglum og sy?na fjölda ljósmynda sem þau hafa tekið af norðlenskum fuglum og umhverfi þeirra. Skemmtunin hefst kl. 20:30.