Kröfur um læknanám ekki uppfylltar á Akureyri

Menntamálaráðuneytið metur það svo að Sjúkrahúsið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri geti ekki, við núverandi aðstæður, uppfyllt kröfur um læknanám sambærilegt því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Þetta kemur fram í svari mennta og menningarmálaráðherrra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns.

„Ef af yrði þyrfti margt að skoða, t.d. hvaða kröfur yrðu gerðar til sjúkrahússins og hverju þyrfti að breyta svo að það gæti orðið fullgilt háskólasjúkrahús. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir t.d. ekki jafnmörgum sérgreinum og Landspítalinn og það takmarkar möguleika þess sem há skóla sjúkrahúss,“ segir í svari ráðherrans við fyrirspurninni.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast