Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Mynd/ Akureyrarbær
Mynd/ Akureyrarbær

Kertakvöld verður haldið í Sundlaug Akureyrar á föstudaginn, frá klukkan 17-21.   Bryddað var upp á þessu í fyrsta sinn í fyrra og þótti takst mjög vel. Því er leikurinn endurtekinn nú með notalegri jólastemningu, kertaljósum og jólatónlist við sundlaugarbakkann. Kaffi, kakó og piparkökur verða einnig á boðstólum.

Nýjast