Keppir á Ólympíuleikum fatlaðra

Jóhann Þór Hólmgrímsson æfir af kappi í Bandaríkjunum fyrir Ólympíuleikana.
Jóhann Þór Hólmgrímsson æfir af kappi í Bandaríkjunum fyrir Ólympíuleikana.

Jóhann Þór Hólmgrímsson, tvítugur Akureyringur, keppir á Ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir verða í Sochi í Rússlandi í mars á næsta ári. Jóhann mun keppa á svokölluðum monoskíðum. „Þetta er draumur sem er að rætast fyrir strákinn og það kom okkur mjög skemmtilega á óvart þegar við fengum að vita að hann myndi taka þátt,“ segir Ingibjörg María Gylfadóttir móðir Jóhanns. Hún segir Jóhann vera mikinn íþróttaáhugamann en vegna fötlunar sinnar og veikinda í gegnum árin hefur hann ekki getað sinnt íþróttum sem skyldi.

„Jóhann fæddist með klofin hrygg og er hreyfihamlaður. Hann hefur gengið í gegnum margar aðgerðir frá fæðingu sem hafa tekið mikinn toll af honum. En íþróttaáhuginn hefur alltaf verið til staðar og hann fór fyrst á skíði þegar hann var sex ára þegar hópur frá Aspen í Colorado kom í heimsókn til Akureyrar að kynna vetraríþróttir fyrir fatlaða. Hann fór svo á námskeið árið 2006 í Hlíðarfjalli á monoskíði og þá var ekki aftur snúið.“

throstur@vikudagur.is

Nánar í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast