Kennari í 20 ár
Hanna Dóra Markúsdóttir hefur starfað sem kennari við Brekkuskóla á Akureyri í um tuttugu ár. Hún segir starf kennarans gefandi en krefjandi í senn. Hún ákvað ung að árum að leggja kennsluna fyrir sig og segist vera í draumastarfinu. Ég byrjaði að kenna í gagnfræðaskólanum haustið 1994 og alltaf kennt hér. Starfið hefur tekið miklum breytingum þessi tæp tuttugu ár og himinn og haf er á milli kennsluhátta. Í dag er starf kennarans miklu viðameira."
-Bera nemendur virðingu fyrir kennurum í dag?
Já, almennt gera þeir það. Að vísu er allur gangur á því og hefur alltaf verið. En flestir virða störf kennara. Ég hef alltaf kennt unglingum og finnst það mjög skemmtilegt. Unglingar í dag eru upp til hópa prúðir einstaklingar."
Ítarlegt viðtal við Hönnu Dóru má nálgast í nýjustu prentútgáfu Vikudags. Þar ræðir Hanna m.a. um eineltismál og ábyrgð skólans í uppeldismálum.