Jón Laxdal sýnir ný verk

Jón Laxdal Halldórsson opnar sýningu í Flóru á Akureyri á laugardaginn, þar sem hann sýnir ný verk.

Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkura ljóðabóka.

Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.

Nýjast