Jón Kristinn Íslandsmeistari

Símon Þórhallsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.
Símon Þórhallsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.

Íslandsmót í yngri flokkum í skák fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Alls voru 37 keppendur og náði Skákfélag Akureyrar góðum árangri. Í flokki 15 ára og yngri sigraði Jón Kristinn Þorgeirsson úr Skákfélagi Akureyrar, fékk átta vinninga úr níu skákum. Í flokki 13 og yngri sigraði Vignir Vatnar Stefánsson úr Taflfélagi Reykjavíkur og í flokki 20 ára og yngri bar Óliver Aron Jóhannsson úr Fjölni sigur úr býtum. Af öðrum árangri keppenda frá Skákfélagi Akureyrar má nefna að Símon Þórhallsson hlaut bronsverðlaun í flokki 15 ára og yngri og Ólivar Ísak Ólason fékk einnig brons í flokki 13 ára og yngri.

Nýjast