Jólin eru mörgum erfið"
Jólin eru tilhlökkunarefni fyrir flesta. Bernskuminningar sveipaðar dýrðarljóma koma oft upp í huga fólks á þessum tíma ljóss og friðar. Hins vegar eru ekki allir svo heppnir. Jólin geta haft með sér slæmar minningar fyrir suma; minningar sem eiga sér ekkert skylt við anda jólanna. Starfsfólk Aflsins, samtökum heimilis- og kynferðisofbeldis á Akureyri, vita eflaust betur en margir aðrir hversu erfiður tími jólahátíðin getur verið fyrir suma.
Jóhanna G. Birnudóttir, alltaf kölluð Jokka, hefur starfað hjá Aflinu í fimm ár en vinnur nú á bak við tjöldin fyrir samtökin eins og hún segir sjálf.
Yfirleitt er aukning í viðtölum í desember hjá Aflinu.Þetta getur verið erfiður tími fyrir fólk sem hefur mátt þola hverskonar ofbeldi. Margir eiga slæmar minningar frá jólunum, sem eiga að vera hátíð barnanna, en oftar en ekki hefur þessi tími verið erfiðastur hjá okkar skjólstæðingum," segir Jokka.
"Um jólin eykst samvera fólks og oft eru kynferðis- og heimilisofbeldi fjölskyldu leyndarmál þolenda. Á aðventunni og um jólin koma fjölskyldur saman og eiga notalegar stundir, baka, gera laufabrauð, kaupa jólagjafir og borða saman. Þá er erfitt fyrir þolendur ofbeldis að geta ekki verið með. Þetta á að vera tími ljóss og friðar en fyrir þolendur ofbeldis getur þetta verið alveg öfugt. Við í Aflinu höfum t.d. tekið viðtöl frameftir degi á aðfangadag og einnig á jóladag. Jólin eru mörgum erfið.
ítarlega er rætt við Jokku í prentútgáfu Vikudags.