Ingþór tvöfaldur meistari
Keppendur frá Fenri á Akureyri gerðu góða hluti á Íslandsmótinu í BJJ bardagaíþróttinni sem haldið var í Reykjavík sl. helgi. Ingþór Örn Valdimarsson vann tvo Íslandsmeistaratitla en hann sigraði í 94 kg flokki og í opnum flokki. Þá hlaut Halldór Logi Valsson silfurverðlaun í 100 kg flokki. Fenrir hafnaði í öðru sæti í stigakeppni milli liða með 21 stig en Mjölnir sigraði með alls 106 stig. Alls kepptu 94 á mótinu frá þremur liðum og voru 15 keppendur frá Fenri.