ÍE kynnir rannsóknir á Akureyri

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Háskólinn á Akureyri og Íslensk erfðagreining bjóða  almenningi til opins fræðslufundar í hátíðarsal skólans á morgun, þar sem rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar verða kynntar.

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, mun í  fyrirlestri um erfðafræði segja frá uppgötvunum sem vísindamenn fyrirtækisins hafa gert. Agnar Helgason, mannfræðingur, mun halda fyrirlestur um uppruna Íslendinga, en niðurstöður rannsókna hans kenna okkur hvaðan við komum og varpa ljósi á skyldleika okkar við aðrar þjóðir. Að fyrirlestrunum loknum munu þeir svara spurningum frá áheyrendum.

Fræðslufundurinn hefst klukkan 14:00 á morgun, laugardag.

Nýjast