Hymnodia með aukatónleika
Hymnodia hefur flakkað um NA-land undanfarna daga og haldið skemmtanir á Ólafsfirði, Akureyri, Siglufirði, í Mývatnssveit, á Þórshöfn, Vopnafirði og Húsavík og á fimmtudagskvöld, 14. nóvember, er kórinn í Þorgeirskirkju við Ljósavatn.
Þar sem uppselt var á tónleikana í Hofi í síðustu viku og margir þurftu frá að hverfa, hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika á föstudagskvöld í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19, klukkan 21:30
Aðgangseyrir verður 2000 kr og af hverjum seldum miða renna 700 kr. til uppbygingar heimilis fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu, þar sem stofnaður verður sérstakur tónlistarsjóður.
Hér má sjá skemmtilega umfjöllun, myndir og myndband á siglo.is eftir tónleikana í Siglufjarðarkirkju: