Hvessir fyrir norðan

Veðurstofan segir áð á Norðurlandi eystra verði suðvestlæg átt 15-23 m/sek um hádegi og hiti á bilinu 2-7 stig. Á morgun verður mun hægari vindur og frost á bilinu 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Stöku él N-til á landinu, skúrir eða él SV-til, en bjart SA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig við S- og SV-ströndina, annars frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum NA-til.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðvestan 5-10 á NA-horninu fram eftir degi. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins.

Á sunnudag:
Hægt vaxandi sunnanátt, 8-15 m/s S- og V-lands seinnipartinn með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hægari vindur, þurrt og vægt frost NA-til.

Nýjast