Hugleikur aftur á Akureyri

Listamaðurinn, uppistandarinn og þáttagerðarmaðurinn Hugleikur Dagsson mun fara með uppistandið Djókaín í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld.  Þetta er í annað sinn sem Hugleikur kemur til Akureyrar með þessa sýningu en síðast var uppselt. Vegna fjölda áskoranna var ákveðið að endurtaka leikinn, svona rétt fyrir jólahátíðina og gera heiðarlega tilraun til að koma Norðlendingum í gott jólaskap, segir í tilkynningu.

Djókaín er bannað börnum yngra en 16 ára, nema að viðkomandi barn sé í fylgd með fullorðnum og þá helst fullorðnum sem barnið þekkir því annars væri það skrýtið.

Nýjast