Heimahlynningu færðar 185 þúsund krónur
Konukvöld var haldið á Kaffi Akureyri í síðustu viku og rann allur ágóðinn til Minningarsjóðs Heimahlynningar á Akureyri, 185 þúsund krónur. Gjöfin er til minningar um Arnór Jón Sveinsson, en hann naut um tíma aðstoðar Heimahlynningar. Á myndinni afhenda þær Herdís Arnórsdóttir og Linda Rós Daðadóttir Kristínu S. Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi fjárhæðina.