Háskólastúdentar stofna samtök

Á morgun verður haldið  málþing íslenskra stúdenta í Háskólanum á Akureyri þar sem fjallað verður um ráðningarhæfni og atvinnumöguleika stúdenta. Í kringum 40 stúdentafulltrúar verða samankomnir á málþinginu til að ræða samspil háskóla og atvinnulífs og verður málþingið öllum opið.

Í kjölfar málþingsins hyggjast stúdentahreyfingar allra háskóla landsins, auk Sambands íslenskra námsmanna erlendis, stofna samtök sem munu bera heitið Landssamtök íslenskra stúdenta.

Nýjast