Hálka fyrir norðan
Töluverð hálka er á Akureyri og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega. Hálkublettir eru á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði og hálka er á Þverárfjalli en snjóþekja og éljagangur á Siglufjarðarvegi. Austan Eyjafjarðar er snjóþekja, hálka og éljagangur. Dettifossvegur er ófær. Meðfylgjandi mynd var tekin á Akureyri í morgun. Salt var borið á gatnamótin í morgun.