Hagnaður Norðurorku áætlaður 430 milljónir
Gjaldskrá Norðurorku hækkar að jafnaði um 2,8% á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Áætlað er að velta fyrirtækisins verði 2,5 milljarðar króna og hagnaður fyrirtækisins muni nema 430 milljónum króna. Neysluvatnið hækkar samkvæmt vísitölu. Akureyrarbær er langstærsti hluthafinn í Norðurorku. Á fundi bæjarstjórnar í vikunni kom fram ánægja með traustan hag fyrirtækisins og að gjaldskráin væri hagstæð miðað við önnur orkufyrirtæki landsins.
karleskil@vikudagur.is