Hæsta öspin á Norðurlandi

Starfsfólk Gömlu gróðrarstöðvarinnar á Akureyri fylgjast með vexti trjáa og hafa undanfarin ár mælt nokkur tré í göðum á Akureyri. Á dögunum var mæld Alaskaösp við Oddeyrargötu sem mæld hafði verið 1999, þá var öspin 19 metra há. Sex árum síðar var hún 21,5 metrar og í haust var öspin orðin 24,5 metrar og telur starfsfólk gróðrarstöðvarinnar hana þar með methafa meðal aspa á Norðurlandi.

Nýjast