Hæfileikarík börn stíga á stokk
Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður haldin í Hofi á Akureyri í febrúar en markmiðið með hátíðinni er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi þeirra sem koma að menningarstarfi fyrir börn og með börnum. Öll börn á Norðurlandi geta tekið þátt og verður völdum þátttakendum boðið að koma fram á hátíðinni.
Þetta er í þriðja sinn sem að barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn er haldin í Hofi. Tilgangur hátíðarinnar er fyrst og fremst að efla samstarf aðila sem koma að menningu barna á Norðurlandi og um leið skapa vettvang fyrir börn og ungmenni til að koma fram og leika listir sínar.
Samstarfsaðili hátíðarinnar er Sparisjóður Höfðhverfinga.