Gömlu góðu sortirnar halda alltaf velli

Ásdís Ívarsdóttir er búin að baka 10 sortir/mynd karl eskil
Ásdís Ívarsdóttir er búin að baka 10 sortir/mynd karl eskil

Smákökubaksturinn fyrir jólin hefst yfirleitt um miðjan nóvember og sortirnar hafa yfirleitt verið á bilinu átta til tólf, mismunandi eftir árum, eins og gengur og gerist. Núna er ég búin að baka tíu sortir og hugsanlega læt ég þann fjölda nægja, en maður veit þó aldrei,“ segir Ásdís Ívarsdóttir prentsmiður á Akureyri. „Ég á afmæli í byrjun desember og sú hefð hefur skapast að ég býð samstarfsfólki mínu upp á smákökur á afmælisdaginn, þess vegna baka ég yfirleitt seinnipartinn í nóvember. Það er líka ákveðinn kostur að baka svona snemma, þá gefst rýmri tími til annarra hluta á aðventunni.“

Ásdís segist njóta þess að baka.

"þetta eru hefðbundnu jólasmákökurnar sem flestir þekkja, svo sem hálfmánar, kossar, smjörkökur og amerískar smákökur. Síðan bæti ég alltaf við tegundum sem ég hef ekki bakað áður, bara til að vera með eitthvað nýtt á á boðstólum. Gömlu góðu tegundirnar halda engu að síður velli og eru reyndar ómissandi, því hver og einn í fjölskyldunni á sína uppáhaldssort."

 

Nánar er rætt við Ásdísi um jólasmákökur í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast