Golfarar fá betri inniaðstöðu

„Aðstaðan þykir með besta móti og þetta er án efa mikil bragarbót fyrir golfáhugamenn á Akureyri og í nágrenni,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Félagið hefur tekið í notkun inniaðstöðu  í kjallaranum í Íþróttahöllinni, eftir viðamiklar endurbætingar. Aðstaðan þykir kjörin fyrir alla golfara, byrjendur sem og lengra komna. „Kennari verður á svæðinu flesta daga sem mun leiðbeina fólki. Einnig bjóðum við upp á svokallað Trackman kennslutæki sem er öflugasta tæki sinnar tegundar hér á landi,“  segir Ágúst Jensson.

Nýjast